Góðgerðarfélagið Góðvild var stofnað í desember 2016. Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra.
Góðvild kemur að ýmsum verkefnum en þau helstu eru:
Spjallið með Góðvild – Vikulegir þættir á Vísir.is
Hjálparlína Góðvildar – Hjúkrunarfræðingur aðstoðar fjölskyldur langveikra barna
Hagsmunahópur Góðvildar – Hagsmunabarátta í umsjá foreldra langveikra barna
Beinir styrkir – Góðvild styrkir önnur góðgerðarfélög
Gjafastyrkir – Góðvild styrkir sérskóla, Barnaspítalann, sambýli, skammtímavistanir og fleiri með gjöfum sem nýtast börnunum.