Mía fær lyfjabrunn

Góðvild styrkir verkefnið „Mía fær Lyfjabrunn“.

Þórunn Eva Guðbjargar Thapa á tvo drengi sem báðir eru greindir með meðfædda genatengda ónæmisgalla og sækja báðir reglulegar lyfjagjafir á Barnaspítala Hringsins. Jón Sverrir þurfti að fá lyfjabrunn því álagið á æðarnar og hann sjálfan var svo mikið að auðveldara var að setja upp lyfjabrunn sem er beintengdur við bláæð. 

Ýmsar spurningar komu upp í fjölskyldunni og ákvað Þórunn Eva að búa til sögur sem urðu svo að bók. 

Góðvild hefur styrkt verkefnið en einnig útbjuggum við þetta myndband til þess að lyfta verkefninu hærra og hjálpa því að verða að veruleika. 

Hægt er að styrkja verkefnið HÉRNA

UPPFÆRT 13.02.2020

SÖFNUN FYRIR MÍA FÆR LYFJABRUNN ER LOKIÐ OG SAFNAÐIST FYRIR VERKEFNINU Á 2 VIKUM

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *