Langþráður draumur rættist í dag

 Langþráður draumur rættist í dag 

Í dag náðum við öll saman því takmarki að safna fyrir nýrri bifreið fyrir Lovísu Lind og fjölskyldu hennar

Það voru yfirmáta þakklátir foreldrar sem við hittum í Toyota í dag þar sem við gengum frá kaupum á Toyota Proace. Bíllinn fer svo í breytingar fyrir hjólastólaaðgengi áður en að fjölskyldan fær loks bílinn í sínar hendur.

 Við þökkum ykkur öllum innilega fyrir stuðninginn við þetta fallega verkefni og þökkum Toyota fyrir góða þjónustu.

 Við óskum Lovísu Lind og fjölskyldunni innilega til hamingju með þennan áfanga en þau sögðu að langþráður draumur væri loks að rætast og fljótlega getur öll fjölskyldan loksins farið saman í ísbíltúrinn 

Stjórn Góðvildar

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *