Góðvild styður Hjálparlínu Leiðarljóss

Hjálparlína Leiðarljóss.

Hjálparlína Leiðarljóss hefur það markmið að styðja við og þjónusta veikustu börn landsins og fjölskyldur þeirra. Um er að ræða hjálparlínu með samskiptum í gegnum símtöl eða tölvupóst.

Með þessu móti nær þjónustan til fjöldskyldna í öllum landshlutum og mun Leiðarljós ekki vera með skrifstofu heldur símatíma á þriðjudögum á milli 9:00 – 12:00 og tölvupóst sem verður svarað um leið og tími gefst.

Bára Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, sérfræðingur á sviði hjúkrunar langveikra barna, mun leiða hjálparlínu Leiðarjóss.

Hjálparlína Leiðarljóss:
• Símatími alla þriðjudaga 9:00–12:00 – síminn er 7715757
• Tölvupóstur á postur@leidarljos.is

Um er að ræða hjálparlínu með samskiptum í gegnum símtöl eða tölvupóst.

Leiðaljós mun hafa samband við fjölskyldurnar sem við höfum verið að þjónusta gegnum tölvupóst til að kynna nýja fyrirkomulagið

Hjálparlína Leiðarljóss nýtur stuðnings Góðvildar styrktarsjóðs

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *