Góðvild gerir samstarfssamning við Leiðarljós

Formlegur samningur um mánaðarlegan stuðning Góðvildar við Leiðarljós var undirritaður í dag. 

Bára Sigurjónsdóttir undirritaði samninginn fyrir hönd Leiðarljóss og Ásdís Arna Gottskálksdóttir fyrir hönd Góðvildar. 

Einn af skjólstæðingum Leiðarljóss var einnig á staðnum en það er hún Sunna Valdís Sigurðardóttir sem er eina barnið á Íslandi greind með Alternating Hemiplegia of Childhood. Leiðarljós hefur um árabil aðstoðað Sunnu Valdísi og fjölskyldu við ýmis mál er tengjast hennar fötlun og réttindum. 

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir munu vinna að málefnum Leiðarljóss og ef þú hefur mál sem þú heldur að eigi heima hjá Leiðarljósi þá er vefpósturinn: postur@leidarljos.is

Heimasíða Leiðarljóss er www.leidarljos.is 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *