Góðvild er stoltur styrktaraðili „ATP1A3 in Disease“ málþings

ATP1A3 genið stjórnar orkuflæðis til heilans og er því gríðarlega mikilvægt öllu fólki en sérstaklega áríðandi fyrir þá sem hafa stökkbreytingu í þessu geni.  6 sjúkdómar hafa verið greindir með stökkbreytingu í þessu geni en allir taugasjúkdómar munu hagnast á rannsóknum á geninu. 

Þetta er í  áttunda málþingið um genið og verður það haldið á Grand Hotel Reykjavik 3-4 október

Guðni Th. ásamt Sunnu Valdísi

 http://conferences.au.dk/atp1a3symposium2019/

Búist er við um 120-150 læknum og vísindamönnum ásamt öðrum sérfræðingum og fulltrúum fjölskyldusamtaka frá öllum heimshornum. 

Það eru AHC Samtökin á Íslandi auk vísindamanna frá Aarhus University, Göttingen University og Leiden University sem halda málþingið

Góðvild er stoltur styrktaraðili málþingsins en meðal íslenskra framsögumanna má nefna Guðna Th. Jóhannesson Forseta Íslands, Kára Stefánsson forstjóra DeCode, Laufey Ýr Sigurðardóttir barnataugalækni og Helgu Birgisdóttir hjúkrunarfræðing

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *