Fréttabréf Góðvildar 2020

Fréttabréf Góðvildar 2020Það hefur heldur betur mikið gengið á hjá okkur í Góðvild síðastliðið ár og langar okkur að segja ykkur frá því.

Við gætum samt ekki gert þetta án þíns stuðnings og fyrir hönd langveikra og hreyfihamlaðra barna á Íslandi þá þökkum við þér frá hjartarótum———Árið byrjaði á því að við gerðum myndband um bókina Mía fær lyfjabrunn sem Þórunn Eva samdi fyrir börn sem þurfa að fara oft í lyfjagjafir. Bókinni hefur verið mjög vel tekið og hefur hún hjálpað bæði börnum og heilbrigðisstarfsfólki. Það er gaman að segja frá því að bókin hefur þegar verið þýdd á ensku og sænsku———–Í febrúar hjálpuðum við Rakel Ósk að eignast hjólastólahjól sem hún notaði alla daga í sumar og hefur algerlega breytt hennar lífsgæðum

———–Þá gerðum við einnig myndband til að kynna Arnarskóla en skólinn var næstum búin að missa húsnæðið. Myndbandið var meðal annars sýnt Menntamálaráðherra og niðurstaðan var sú að Arnarskóli fær að vera á sýnum stað og auk þess var við nýrri deild þannig að skólinn getur tekið á móti fleiri nemendum———–Í apríl stóð Góðvild fyrir söfnun á sérútbúinni bifreið fyrir Lovísu Lind og náðist að safna fyrir bílnum á nokkrum vikum en bíllinn hefur algerlega breytt öllu varðandi umönnun Lovísu Lindar

———–Í maí tók Hjálparlína Góðvildar til starfa en þangað geta fjölskyldur leitað til að fá aðstoð við hin ýmsu vandamál.

———–Spjallið með Góðvild byrjaði svo í september en það eru vikulegir viðtalsþættir og eru sýndir á https://www.visir.is/sjonvarp/s/316Þættirnir eru með áherslu á langveik og hreyfihömluð börn og allt sem þeim við kemur og hvetjum við ykkur til að kíkja á þættina sem hafa fengið mikla athygli í fréttum og á samfélagsmiðlumÞað er óhætt að segja að þarna sé komin stærsti vettvangur þessa hóps til að koma sínum málum á framfæri

————Samstarfsverkefni með Ladies Circle á ÍslandiÞað er mikill heiður fyrir Góðvild að hefja samstarf við Ladies Circle á ÍslandiLadies Circle á Íslandi selur nú nælur til styrktar Góðvild og verður verkefnið í gangi næstu 2 árin.Ladies Circle (LC) eru alþjóðleg góðgerðarsamtök fyrir konur á aldrinum 18 – 45 ára þar sem vináttan er í forgrunni.Þeir sem vilja styðja við verkefnið geta pantað fallegu næluna með því að senda póst á innlentgodgerdarverkefni@gmail.com en nælan kostar 1.500 kr.————Bumbulóní úthlutar styrkjumGóðvild er bakhjarl Bumbulóní sem styður beint við fjölskyldur langveikra barna en veittir eru styrkir til 15 fjölskyldna tvisvar sinnum á ári.www.bumbuloni.is————AHC samtökin – Grunnrannsóknir á taugasjúkdómumGóðvild er bakhjarl AHC samtakanna sem vinna að nýjum meðferðum á taugasjúkdómum í beinu samstarfi við stærstu rannsóknastofur heims.Góðvild lætur drauma rætast———–Góðvild og Virtual Dreams Foundation hefja samstarf um að láta drauma amk 10 barna rætast með þvi að búa til sérsniðið 360 gráðu sýndarveruleika myndband þar sem barnið fær að upplifa drauminn sinn. https://youtu.be/ET8SEzV6V_I

————-Hope with HuldaGóðgerðarfélagið Hope with Hulda sem lyftir upp málefnum Duchenne sjúkdómsins stendur fyrir sölu á frumsömdum ljóðum eftir Huldu Björk Svansdóttir en 1000 kr af hverjum ljóðastandi rennur til Góðvildar. Ljóðin hennar Huldu hafa einnig verið birt á hverjum sunnudegi á Facebooksíðu GóðvildarTil þess að kaupa ljóðastand er best að fara inná Facebooksíðu Hope with Huldahttps://www.facebook.com/dancingduchennemom———–RéttindamálHagsmunahópur Góðvildar hefur verið duglegur að benda á réttindamál langveikra og fatlaðra barna sem þurfa aukna athygli. Þar er hægt að nefna bílastyrki, foreldragreiðslur, hjálpartækjamál og veikindarétt foreldra langveikra barna svo eitthvað sé nefnd en í öllum þessum málaflokkum þarf að gera breytingar.Mikið hefur verið rætt um þessi mál í Spjallinu með Góðvild———-Hérna höfum við tæpt á því helsta sem Góðvild hefur gert á árinu en einnig hefur Góðvild stutt við íbúðakjarna og skammtímavistanir með kaupum á húsgögnum og tækjum———–Við þökkum þér innilega fyrir stuðninginn því án þín þá gætum við ekki lyft málefnum langveikra og hreyfihamlaðra barna í þær hæðir að kalla fram breytingar sem munu bæta lífgæði þessa viðkvæma hóps en jafnframt bæta samfélagið allt.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *